Hoppa yfir í efnið

Rafrásasmíði

Föstudagurinn 11. október 2024 kl. 14:10

Í þessari viku teiknar þú, fræsir, lóðar og forritar rafrás með ATtiny412 örtölvu.

Andri Sæmundsson í Fab Lab Reykjavík leiðir þig í gegnum allt ferlið. Við þökkum Andra kærlega fyrir myndböndin!

Í eftirfarandi myndbandi er afhakað við langan lista af „component libraries“. Til að þurfa ekki að smella svona oft með músinni, þá getið þið smellt á efsta boxið og ýtt á bilstöng til að afhaka við það. Svo getið þið farið niður með örvatakkanum á lyklaborðinu og notað bilstöng til að afhaka við allt saman.

Í eftirfarandi myndbandi er sýnt hvernig er hægt að finna þrívíð módel af íhlutum á netinu. Að hafa þrívítt módel af rásinni með öllum íhlutum gerir það auðveldara að teikna hulstur utan um brettið, t.d. með kicadStepUp. Ég vil bæta því við að það þarf ekki að finna módel af ATtiny412 á netinu því að sú IC rás er í SOIC-8 pakka og hann er að finna í fab.3dshapes möppunni.