Rafrásasmíði
Föstudagurinn 11. október 2024 kl. 14:10
Í þessari viku teiknar þú, fræsir, lóðar og forritar rafrás með ATtiny412 örtölvu.
Myndböndin frá Andra
Andri Sæmundsson í Fab Lab Reykjavík leiðir þig í gegnum allt ferlið. Við þökkum Andra kærlega fyrir myndböndin!
Í eftirfarandi myndbandi er afhakað við langan lista af „component libraries“. Til að þurfa ekki að smella svona oft með músinni, þá getið þið smellt á efsta boxið og ýtt á bilstöng til að afhaka við það. Svo getið þið farið niður með örvatakkanum á lyklaborðinu og notað bilstöng til að afhaka við allt saman.
Í eftirfarandi myndbandi er sýnt hvernig er hægt að finna þrívíð módel af íhlutum á netinu. Að hafa þrívítt módel af rásinni með öllum íhlutum gerir það auðveldara að teikna hulstur utan um brettið, t.d. með kicadStepUp. Ég vil bæta því við að það þarf ekki að finna módel af ATtiny412 á netinu því að sú IC rás er í SOIC-8 pakka og hann er að finna í fab.3dshapes möppunni.
Aukaupplýsingar
Lokayfirferð á rásinni
Áður en þið tengið rásina við rafmagn skuluð þið lýsa í gegnum hana með lampa til að sjá hvort það sé nokkuð óvart skammhlaup einhvers staðar. Stundum er smákopartjása enn föst við brettið eða of mikið tin á stöku stað. Hér má sjá Dodda lagfæra rás í háhraðalest á Spáni, með lóðbolta frá Andra. Doddi notar mynd af gegnumlýstri rásinni til að sjá hvar er of mikið tin:
Forritun
Til að tengja brettið ykkar við tölvuna þurfið þið serial UPDI-3 pinna millistykkið frá Neil (teikning, tilbúið bretti, traces, traces+exterior, interior) við FTDI snúru eins og á myndinni hér fyrir neðan. Passið upp á að litaröðin á vírunum sé rétt:
Ef þið eigið ekki FTDI snúru, þá eru til aðrar leiðir til að búa til USB-to-serial converter til að tengjast brettinu ykkar:
- Ef þið eigið til FT230XS FTDI rásina þá getið þið búið til Bridge Serial FT230XS
- Ef þið eigið til SAMD11 þá getið þið búið til Bridge Serial D11C eða SAMD11 dual serial (ég bjó til dual serial brettið um daginn og það virkar vel)
- Ef þið eigið til Xiao RP2040 þá getið þið búið til Quentorres. Quentorres mun nýtast ykkur vel í gegnum Fab Academy.
- Ef þið eigið ekkert af þessu, þá er hægt að nota venjulegt Arduino bretti til að forrita ATtiny. Eftirfarandi myndband sýnir það (ég hef ekki prófað það sjálfur), og það er líka gott að horfa á það til að sjá hvers vegna við þurfum þessa aukahluti:
Hér eru líka skriflegar leiðbeiningar sem sýna hvernig maður forritar ATtiny með því að nota Arduino Nano sem forritara.
Næsta vika
Vika 3: Fræsing