Hoppa yfir í efnið

Inventory

Í þessari viku setur þú fram hugmynd að lokaverkefni í Fab Academy. Þú tekur líka saman lista af hlutum sem þarf að panta áður en Fab Academy hefst og gengur úr skugga um að öll tækin í smiðjunni séu í góðu standi.

Innblástur úr Fab Academy 2024

Örtölvur í Fab Academy

Traustar:

  • Arduino Uno er vinsælasta örtölvubrettið sem sögur fara af. Það er gott að eiga Arduino Uno þótt það sé ekki lengur í Fab Lab Inventory. ATmega328 örtölvan í Arduino Uno er komin til ára sinna og er ekki eins öflug og þær nýjustu, en það er mest til af upplýsingum, leiðbeiningum og hugbúnaði fyrir þessa örtölvu af þeim öllum. Það getur því verið gott að prófa hlutina fyrst með Arduino Uno, því að þá geturðu jafnan útilokað að örtölvan sé vandamálið.

Ódýrar:

  • ATtiny412 er afar ódýr örtölva sem leynir á sér. Hún hentar vel til að gera einn hlut.
  • Þegar tengja á fleiri hluti við örtölvuna er hægt að nota ATtiny1614 eða ATtiny3226, sem eru með fleiri pinna og fídusa.

Öflugar:

  • Xiao RP2040 fyrir vinnslugetu
  • Xiao ESP32-C3 fyrir WiFi
  • Xiao SAMD21 er með bestu analog-to-digital breytuna til að lesa af skynjurum (SAMD21 er líka til sem stök örtölva í Fab Lab Inventory).
  • Ég læt mína nemendur fá Raspberry Pi Pico W til að setja á brauðbretti og prófa að tengja hluti við. Hún er með RP2040 örtölvuna, marga pinna og WiFi. Ég mæli með þessum myndböndum til að læra MicroPython með Raspberry Pi Pico W (eða Xiao RP2040, ef maður sleppir WiFi hlutanum).

SAMD11 kemst ekki á listana því að hún er skoffín. SAMD11 er nútímaleg ARM örtölva sem er hægt að tengja beint við USB, en síðan fékk hún álíka lítið minni og ódýru ATtiny örtölvurnar. Forritapakkar (software libraries) nota annaðhvort ýmis trikk til að passa inn í takmarkanir ATtiny eða þeir eru skrifaðir fyrir öflugar ARM örtölvur og gera ráð fyrir nægu minni. Nemendur í Fab Academy hafa skrásett að minnið í SAMD11 sé fljótt að yfirfyllast ef maður bætir við einum eða tveimur forritapökkum t.d. til að stýra skjá eða Neopixel díóðum. Ef minnið yfirfyllist, þá er örtölvan orðin gagnslaus. Bestu notin sem ég hef fundið fyrir SAMD11 er SAMD11 dual serial frá Quentin Bolsée, sem má nota til að forrita ATtiny örtölvu og eiga í serial samskiptum við hana á sama tíma. Kannski er best að hugsa um SAMD11 sem ATtiny412 sem getur talað beint við USB. USB samskipti eru aðalatriðið; og það er gott að láta þessa örtölvu fá eitt tiltölulega einfalt verkefni (og analog-to-digital breytan í henni er reyndar jafngóð og í SAMD21).