Tölvuteikning
(Ef við höfum ekki tíma til að fara í gegnum allt efnið, þá mætir tölvuteikning afgangi)
Eitt af því sem Fab Academy nemendur eiga í mestum vandræðum með, en gefur þeim jafnframt mesta frelsið þegar þeir ná tökum á því, er tölvuteikning. Við skulum taka hana fyrir í þessari viku.
Það er frábært að læra að nota öll tækin í smiðjunni, en þú getur samt ekki smíðað allt sem þér dettur í hug fyrr en þú getur teiknað það. Eftir því sem þú byggir upp CAD hæfnina þína verða tækin í smiðjunni öflugri og þú getur betur hjálpað fólki sem kemur inn með alls konar hugmyndir.
FreeCAD
Sum af þessum myndböndum voru gerð í Ondsel Engineering Suite, sem var útgáfa af FreeCAD. Fyrir stuttu var ákveðið að hætta þróun Ondsel og nú er flest sem var þróað þar komið í FreeCAD 1.0. Skipanirnar virka því eins í báðum forritum.
Góðar stillingar í FreeCAD:
- Ég mæli með að stilla músina svona.
- Þið fáið upp Property View panel svona.
- Þið getið stækkað punkta í skissum svona, svo að það sé auðveldara að smella á þá.