Fyrirtæki
Smiðjan leggur sig fram við að fylgjast með og vinna með fyrirtækjum á svæðinu.
Með aðstoð Fab Lab geta fyrirtæki flýtt fyrir þróunarferli og dregið úr kostnaði við frumgerðagerð og frumframleiðslu. Þetta stuðlar að aukinni nýsköpun og gefur minni fyrirtækjum tækifæri til að þróa tæknilega flóknar vörur án þess að fjárfesta í dýrum framleiðslubúnaði.
Samstarf Fab Lab Ísafjarðar við fyrirtæki á svæðinu gerir það einnig mögulegt að tengjast alþjóðlegu neti Fab Labs, þar sem þekkingu og tækni er deilt á milli Fab Lab smiðja um allan heim.