Hoppa yfir í efnið

Fab Akademían

Ath

Næsta lota byjar í jarnúar 2025 og Fab Lab Ísafjörður tekur við umsóknum hér eða með því að ýta á myndina.

register

Fab Academy er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni sem leggur mikla áherslu á verklega þjálfun. Nemendur í Fab Academy öðlast hæfni á mikilvægum sviðum eins og tölvutækni, rafeindatækni, forritun og stafrænni framleiðslutækni, þekking sem er mjög eftirsótt bæði hér á landi og á heimsvísu.

Námið býður upp á ómetanlegt tækifæri til að læra um stafræna framleiðslutækni með fullkomnum aðgangi að tæknibúnaði Fab Lab Ísafjarðar og færum leiðbeinanda.

Fab Academy

Námið

Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld, forstöðumanni Center for Bits and Atoms í MIT háskólanum í Boston. Auk þess eru margir gestafyrirlestrar og staðbundnir leiðbeinendur. Námið fer fram frá janúar til júní ár hvert og sameinar verklega reynslu og fjarkennslu með alþjóðlegum tengslum við Fab Lab smiðjur um allan heim.

Fab Academy - Námsvikur

Fab Academy er 6 mánaða alþjóðlegt nám þar sem hver vika er tileinkuð ákveðinni tækni eða framleiðsluferli. Nemendur fá verkefni sem þau útfæra í hverri viku, þar sem þau læra að nota stafræna framleiðslutækni og þróa eigin frumgerðir. Námskeiðið skiptist í eftirfarandi vikur:

  1. Kynning og skipulag verkefna
  2. Tölvuvædd hönnun (CAD)
  3. Tölvustýrður skurður (vínyl- og laserskeri)
  4. Framleiðsla rafeindatækja
  5. Þrívíddarskönnun og prentun
  6. Forritun örtölva
  7. Tölvustýrð fræsing
  8. Hönnun rafeindatækja
  9. Ljós, mótorar og önnur útgangstæki
  10. Vélahönnun
  11. Hlé, yfirferð vikuverkefna
  12. Skynjarar og önnur inngangstæki
  13. Mótagerð og steypa
  14. Gagnasamskipti milli tækja
  15. Gerð tölvuviðmóts
  16. Verkefni að eigin vali
  17. Frágangur hönnunar
  18. Innleiðingar og afleiðingar
  19. Uppfinningar og tekjur
  20. Kynningar lokaverkefna

Útskriftin verður á alþjóðlegu FAB25 ráðstefnunni í Tékklandi 4.-11. júlí 2025.

Undirbúðu þig fyrir störf framtíðarinnar

Nemendur Fab Academy fá mikilvæg tækifæri til að koma sér á framfæri með þekkingu sem nýtist í störf framtíðarinnar, hvort sem það er á sviði nýsköpunar, tækni, lista, verkfræði, rafmagns- eða tölvunarfræði, eða skapandi greinum.

Alþjóðleg þátttaka

Á hverju ári taka hundruð nemenda um allan heim þátt í Fab Academy. Árið 2023 tóku um 270 nemendur þátt í 74 Fab Lab smiðjum víða um heim, þar á meðal í Fab Lab Ísafjörður. Með alþjóðlegu neti Fab Labs, sem spanna borgir eins og Boston, Barcelona, Amsterdam og fleiri, getur þú orðið hluti af þessari spennandi þróun í stafrænni framleiðslu.

Nánari upplýsingar um Fab Academy má finna á heimasíðu Fab Academy.