Grunskólastarf
í kring um fab lab smiðjuna eru 6 grunskólar. Öll skólum býðst að koma reglulega með nemenda hópa til kennslu. Smiðjan hefur þá séð um að þjálfa kennara og leiða kennara í ggn um kennsluna.
Kennsla
Grunnskólanámið miðar að því að vekja áhuga ungra nemenda á tækni og sköpun, með því að láta þá taka virkan þátt í skapandi og verklegum verkefnum.
Nemendur læra að nota tæki eins og:
- Vinylskera til að búa til límmiða og grafík.
- Laserskera til að skera og grafa í efni eins og tré og akrýl.
- 3D prentara til að búa til einföld form og frumgerðir.
- Rafeindatækni þar sem nemendur fá innsýn í heim rafrása og einfalda forritun.
Markmið grunnskólaprogrammsins er að efla tæknilega og skapandi hæfni nemenda með því að láta þá vinna með stafræna framleiðslutækni og þjálfa þau í að leysa vandamál. Verkefnin sem unnin eru í Fab Lab hjálpa nemendum að þróa hæfni sem mun nýtast þeim í framtíðinni, hvort sem það er í tækni, listum eða annarri sköpun. Nemendur fá líka tækifæri til að prófa sig áfram í verklegri vinnu, sem getur leitt til áhuga á verknámi í framtíðinni.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er haldin ár hvert og smiðjan er til taks til að aðstoða skólana á svæðinu. Auk þess er smiðjan í góðum tengslum við verkefnastjóra keppninnar