Hoppa yfir í efnið

Starfsfólk


Fab Lab Ísafjörður er tveggja manneskna teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, sköpun, hönnun, framkvæmd og stuðning við menntakerfið, atvinnulífið, frumkvöðla og samfélagið í gegnum stafræna framleiðslutækni.

Þórarinn Bjartur Breiðfjörð, forstöðumaður smiðjunnar, leiðir starfsemina, ásamt því að styðja notendur við fjölbreytt verkefni.

Svavar Konráðsson er verkefnastjóri og kemur með reynslu sína í vélaverkfræði og frumkvöðlastarfsemi inn í smiðjuna. Hann hefur unnið að mörgum nýsköpunarverkefnum, þar á meðal 3D-prentun og hönnun báta.

Staðsetning, tölvupóstur og símanúmer smiðjunar

| Torfnes 400 Ísafjörður | info hjá fabisa.is | +354 450 4408 |


  • 🐱 Þórarinn Bjartur Breiðfjörð - Forstöðumaður


    tbbg

    Póstfang: doddi hjá fabisa.is

    Sérþekking: Rafeindatækni

    Uppáhalds forrit: Blender 3D og Inkscape


    linkedin

    Þórarinn lauk sveinsprófi í rafeindavirkju 2009 og lauk Fab Akademíuna 2015 og hefur verið virkur leiðbeinandi fyrir nemendur um allt land og líka leiðbeint nemendum utan lands. Hann hefur starfað í smiðjunni síðan 2014. Þórarinn er sérlega góður í bilanagreiningu og er með víðtæka yfirsýn yfir nýsköpunarumhverfið í landinu.


    tbbg oulu tbbg epoxy tbbg startup

  • 🐘 Svavar Konráðsson - Verkefnastjóri


    sk

    Póstfang: svavar hjá fabisa.is

    Sérþekking: Vélaverkfræði

    Uppáhalds forrit: Ondsel og KiCad


    gith

    linkedin

    Svavar er vélaverkfræðingur og lauk Fab Akademíuni 2023 og stefnir á að verða leiðbeinandi í Fab Akademíuni. hann hefur starfað í smiðjuni síðan 2021. Svavar hefur góða þekkingu á CAD hönnun.
    Hann er einn sá aðili sem kom team spark á stað 2012 og stofnaði 3D-prentun 2015.


    svavar vel svavar 3d svavar hond